Verðlaun

Ert þú með framúrstefnuhugmynd til að efla íslenskan sjávarútveg og tengdar atvinnugreinar?

Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar

Sjávarútvegsráðstefnan kallar eftir framúrstefnulegum nýsköpunarhugmyndum, sem veita á viðurkenningu fyrir á næstu ráðstefnu vettvangsins.

Hverjir geta sótt um?

Einstaklingar og/eða fyrirtæki geta sent inn hugmyndir eða tilnefnt aðra. Hugmyndin getur verið á frumstigi,  eða byggð á nýjungum í framleiðslu, þjónustu eða vöru, rannsóknarverkefni sem unnið er að og/eða nemendaverkefni. Með sjávarútvegi og tengdum atvinnugreinum er átt við veiðar, eldi, frumvinnslu, framhaldsvinnslu, líftækni, sölu og markaðssetningu, þjónustu, rannsóknir, þróun og fræðslu.                   

Það sem þarf að hafa í huga

Framúrstefnuhugmynd skal setja fram á hnitmiðaðan hátt þar sem fram kemur lýsing á hugmynd, tillaga að framkvæmd, væntanlegur afrakstur og áhrif til góðs fyrir ímynd íslenskra afurða (hámark 2 bls). Allir geta sent inn hugmyndir en þær þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Hugmyndin er framúrstefnuleg
  • Hugmyndin er raunhæf
  • Hugmyndin er framsækin og virðisaukandi
  • Hugmyndin skapi umræðugrundvöll eða nýja hugsun 

Tímafrestur og eyðublað

Frestur til að skila inn umsóknum er 15. október

Hægt er að nota eyðublað sem er að finna HÉR eða það sem hentar í hverju tilviki. 

Hvert á að senda hugmyndina?

Eingöngu er gert ráð fyrir að frammúrstefnuhugmyndin verði send inn rafrænt. Sendið hugmyndina sem viðhengi (word eða pdf skjal) á tölvupóstfangið valdimar@sjavarutvegur.is  Bíðið eftir staðfestingu um móttöku og ef hún berst ekki innan sólahrings, hringið þá í síma 695 2269.

Mat á hugmynd

Við mat á hugmyndum verður m.a. litið til eftirfarandi þátta: Frumleika, virðisauka, sjálfbærni, og ímyndar landsins eða greinarinnar út á við.

Í matsnefnd sitja: Ásgeir Ingvi Jónsson, Guðrún Ólafsdóttir, Hjálmar Sigurþórsson, Jónas R. Viðarsson  og Karl Már Einarsson. Varðandi vanhæfi er stuðst við reglur RANNÍS sem eru að finna Hér.

Verðlaun og kynning

  • Veitt verður verðlaunafé að upphæð kr. 500 þús.
  • Þrjár bestu hugmyndirnar fá kynningu og sérstaka viðurkenningu á Sjávarútvegsráðstefnunni.
  • Þjár bestu hugmyndirnar fá sýningarbása á ráðstefnunni til að kynna sínar hugmyndir.
  • Fleiri hugmyndirnar fá síðan sérstaka kynningu í veglegu ráðstefnuhefti Sjávarútvegsráðstefnunnar. 
  • 10 bestu hugmyndasmiðirnir fá frítt fyrir einn á ráðstefnuna.