Dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar

Næsta Sjávarútvegsráðstefna verður haldin í Hörpu dagana 24.-25. nóvember 2016.
 
Dagskrá
Dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar er hægt að sækja HÉR.  Að þessu sinni verða flutt tæplega 70 erindi á ráðstefnunni. Okkur vantar ennþá nokkra fyrirlesara þar á meðal skipstjóra.  Hefur þú áhuga eða veistu um skipstjóra sem hefur reynslu eða skoðanir sem hann vill miðla, sendu þá tölvupóst á valdimar@sjavarutvegur.is
 
Kynningarblað
Við munum gefa út veglegt Kynningarblað sem dreift verður með Viðskiptablaðinu og Fiskifréttum um næstu mánaðarmót.  Í blaðinu verður m.a. farið yfir það sem tekið verður fyrir í einstökum málstofum Sjávarútvegsráðstefnunnar.
 
Ert þú með framúrstefnuhugmynd til að efla íslenskan sjávarútveg og tengdar atvinnugreinar?
Ef þú ert hugmyndsmiður, hugsar út fyrir boxið, endilega sendu þá inn framúrstefnuhugmynd. Skilafrestur framúrstefnuhugmyndar er þann 15. október. Nánar upplýsingar á vef ráðstefnunnar: http://www.sjavarutvegsradstefnan.is/efni/verdlaun
 
Framúrstefnuhugmynd – fyrri verðlaunahafar
Framúrstefnuverðlaun hefur verið úthlutað fimm sinnum og eftirtaldir fengið fyrstu verðlaun:
Árið 2011: Halla Jónsdóttir og samstarfsmenn með framúrstefnuhugmyndina Ljósveiðar og ljósvarpa.
Árið 2012: Björn Björnsson með hugmyndina Lágtíðnihljóðmerki til fiskveiða – Hljóð til að safna saman fiski?
Árið 2013: Sigmar Guðbjörnsson með hugmyndina Fiskval sem flokkar frá óæskilegan fisk úr botnvörpu á veiðidýpi.
Árið 2014: Unnsteinn Guðmundsson með hugmyndina Sporðskurðarvél.
Árið 2015: Snorri Hreggviðsson og samstarfsmenn með hugmyndina Lýsi úr makríl, síld og loðnu til manneldis. Marlýsi.