Erindi, myndir og fréttir frá Sjávarútvegsráðstefnunni 2012

Nú er hægt að sækja öll erindi sem haldin voru á Sjávarútvegsráðstefnunni 2012 á vef ráðstefnunnar, HÉR.

Myndir af þátttakendum á ráðstefnunni er hægt að sækja HÉR.

Skráðir þátttakendur voru rúmlega 400. Mestur fjöldi ráðstefnugesta var tæplega 400 manns í tveimur ráðstefnusölum. 

Í könnun sem framkvæmd var á ráðstefnustað og 55 manns svöruðu, töldu um 50% þátttakenda ráðstefnuna mjög áhugaverða og 50% áhugaverða. Bestu málstofur að mati þátttakenda voru ,,Heimsframboð helstu botnfisktegunda" og ,,Eiga Íslendingar að vera með sameiginlegt markaðsstarf?

Þátttakendur voru beðnir að koma með tillögur um efnistök á Sjávarútvegsráðstefnunni 2012 og mestur áhugi virðist vera fyrir; vinnslu og vöruþróun, markaðsmálum, vottanum og umhverfismálum, menntamálum, gæðamálum og skipaflotanum.

 Myndin sem fylgir þessarri frétt er af nemum við Háskólann á Akureyri sem aðstoðu í ráðstefnusölum.