Erindi og myndir frá Sjávarútvegsráðstefnunni 2011

Önnur ráðstefnan á vegum Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf. var haldin á Grand Hótel í Reykjavík dagana 13.-14. Október. Ráðstefnan bar heitið Frá tækifærum til Tekjusköpunar. Samtals voru skráðir þátttakendur 320 en tæplega 300 manns mættu á ráðstefnustað. Við hefðum gjarnan vilja sjá fleiri ráðstefnugesti en það er viðfangsefni næstu ára að fjölga þeim.

Nú er hægt að sækja öll erindi Hér.

Hægt er að skoða 30 myndir frá Sjávarútvegsráðstefnunni 2011 í myndaalbúmi neðst til hægri á vefsíðunni.

Almennt voru þátttakendur ánægðir með ráðstefnuna en bent var á ýmislegt sem þyrfti að bæta eins og t.d. að of fári kvenmenn væru frummælendur.

Í tilefni ráðstefnunnar var gefið út veglegt ráðstefnurit en í því er m.a. að finna dagskrá ráðstefnunnar, útdrætti af öllum erindum, ásamt myndum af fyrirlesurum, málstofustjórum og þátttakendum í panel. Í ráðstefnuritinu er einnig að finna samantekt af öllum 15 framúrstefnuhugmyndum en Sjávarútvegsráðstefnan auglýsti eftir framúrstefnulegum nýsköpunarhugmyndum á vormánuðum og voru veitt verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar á ráðstefnunni. Íslandsbanki er með ágæta samantekt um íslenskan sjávarútveg í ráðstefnuheftinu og í því er einnig að finna stutt yfirlit frá Sjávarútvegsráðstefnunni 2010.

Seinnihluta fimmtudagsins 13. október hélt Marel ráðstefnugestum glæsilega móttöku í húsakynnum fyrirtækisins Austurhruni 9, Garðabæ.

Aðalstyrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2011 voru Brim, Íslandsbanki og Tryggingarmiðlun. Yfirlit yfir flesta styrktaraðila er að finna Hér. Jafnframt styrktu mörg fyrirtæki Sjávarútvegsráðstefnuna 2011 með að auglýsa í ráðstefnuheftinu.

Við þökkum öllum styrktaraðilum Sjávarútvegsráðstefnunnar 2011 sem gerðu okkur mögulegt að fjármagna og halda ráðstefnuna. Jafnframt þökkum við öllum fyrirlesurum og öðrum er komu að skipulagningu og framkvæmd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2011 fyrir þeirra framlag.