Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnannar 2014

Svifaldan” verðlaunagripurinn fyrir Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2014 var nú veitt í fjórða sinn, en markmiðið er að efla umræður og hvetja nýja hugsun með framsæknum og frumlegum hugmyndum. Svifaldan er gefin af TM, en jafnframt var veitt verðlaunafé og viðurkenningar til þeirra sem standa að þremur bestu hugmyndunum.

 

Unnsteinn Guðmundsson, 4Fish ehf / G.Run hf.  hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2014. Hugmyndin felst í því að hanna og framleiða vél sem sporðsker fisk fyrir flökun og leysir þannig ákveðið vandamál sem þekkt er í öllum gerðum flökunarvéla. Við það fækkar flökunargöllum, lægra hlutfall fer í blokk og marning og afköst í vinnslu aukast.

 

Önnur verðlaun fengu Guðni Þór Þrándarson og Marie Jannie Madeleine Legatelois, Íslensku saltbrennslunni ehf. fyrir hugmyndina Þangauður Breiðafjarðar nýttur til framleiðslu á natríumlágu og steinefnaháu sælkerasalti.

 

Þriðju verðlaun fékk Hallgrímur Björgúlfsson fyrir hugmyndina Staðbundið át fyrir þorskseiði.

 

Nánari upplýsinar um Framúrstefnuhugmyndir Sjávarútvegsráðstefnunnar 2014 er að finna í ráðstefnuhefti Sjávarútvegsráðstefnunnar.