Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2012

Björn Björnsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnuninni, hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2012. Hugmyndin byggir á lágtíðnihljóðmerki til að fiskveiða – hljóði til að safna fiski saman.

Atli Már Jósafatsson fékk viðurkenningu fyrir hugmynd um stýranlega toghlera fyrir togveiðar og rannsóknir á olíusetlögum og Kristinn Pétursson fyrir hugmynd um umhverfisvænan orkugjafa. Nánari upplýsngar um framúrstefnuhugmyndir er að finna í ráðstefnuhefti Sjávarútvegsráðstefnunnar á blaðsíðum 12-15.

Nú er búið að skrá 405 þátttakendur á Sjávarútvegsráðstefnuna og mest var um 320 manns í ráðstefnusalnum Gullteigi fyrir hádegi á fimmtudeginum. Það var mikill áhugi á málstofunni Eiga Íslendingar að vera með sameiginlegt markaðsstarf? en hana sóttu tæplega 300 manns.