Fyrstu drög að dagskrá

Fyrsta sjávarútvegsráðstefnan verður haldin 6.–7. september 2010 á Grand Hótel í Reykjavík. Heiti ráðstefnunnar er ,,Sjávarútvegsráðstefnan 2010 – Hafsjór tækifæra".  Nú er hægt að ná í pdf-skjal af dagskrá. Á ráðstefnunni verða haldin tæplega 30 erindi.  Ráðstefnan hefst með setningu og nokkrum yfirlitserindum og að þeim loknum verður ráðstefnusalnum skipt í tvo hluta. Í sal A verður fjallað um markaði og vöruþróun, vörumerkið Ísland og umhverfismerkingar. Í sal B verður tekið fyrir tækifæri til verðmætasköpunar og sjávarútvegstengda ferðaþjónustu. Í lokin verður ráðstefnan í einum sal og þar kynntar samantektir úr málstofum, panel og almennar umræður.