Handhafi Sviföldunar - Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2011

Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2011 sem haldin var á Grand Hótel í Reykjavík, dagana 13.-14. október voru veitt verðlaun fyrir bestu framúrstefnuhugmyndirnar. Svifölduna og fyrstu verðlaun hlaut farmúrstefnuhugmyndin Ljósaveiðar, ljósvarpa og tók Halla Jónsdóttir verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á móti viðurkenningunni.

Sjávarútvegsráðstefnan kallaði eftir framúrstefnulegum nýsköpunarhugmyndum á fyrrihluta ársins og var skilafrestur í maí og bárust samtals 15 hugmyndir. Markmiðið var að hugmyndirnar væru framsæknar og frumlegar og skapi umræðugrundvöll eða nýja hugsun.

Alls voru fjórar hugmyndir verðlaunaðar og eru þær eftirfarandi:

Fyrsta verðlaun: Ljósveiðar, ljósvarpa. Tengiliður: Halla Jónsdóttir Verkefnisstjóri Orku- og umhverfistækni Nýsköpunarmiðstöð Íslands og samstarfsaðilar Hafrannsóknastofnunin, Fjarðanet og Hraðfrystihúsið Gunnvör.

Önnur verðlaun: Græna hringferli Íslenskrar Matorku. Tengiliður: Stefánía K. Karlsdóttir, Íslensk Matorka.

Þriðja verðlaun: Rafbátur til veiða innfjarðar. Tengiliður: Víkingur Gunnarsson, Áhugamannfélagið Gyða og samstarfsaðilar Bjarni Freyr Guðmundsson sem stundar verkfræði við DTU, Technical University of Danmark og Sævar Birgisson, skipaverkfræðingur hjá Skipasýn.

Fjórða verðlaun: Hjarðeldi á þorski, tengiliður Björn Björnsson, Hafrannsóknastofnun.

Tryggingarmiðstöðin veitti verðlaunin og í dómnefnd voru Hjálmar Sigurþórsson, Ásgeir Ásgeirsson, Halldór Ármannsson, Lúðvík Börkur Jónsson og Guðrún Ólafsdóttir sem var formaður dómnefndar.

Nánari upplýsingar um verðlaunahugmyndirnar og aðrar framúrstefnuhugmyndir er að finna á blaðsíðum 29 til 31 í ráðstefnuhefti Sjávarútvegsráðstefnunnar.