Leitað eftir styrktaraðilum

Til að sem flestir áhugamenn um sjávarútveg á Íslandi geti mætt á ráðstefnuna verður ráðstefnugjaldi haldið í hófi. Gert er ráð fyrir að ráðstefnugjald greiði um helming af kostnaði og er því sótt til félaga og fyrirtækja um styrk til að endar nái saman. Við viljum bjóða upp á eftirfarandi styrktarmöguleika:

Aðalstyrktaraðili
• Kostnaður styrktaraðila: 500.000 kr.
• Ávinningur styrktaraðila: Logo fyrirtækis áberandi á forsíðu dagskrá og á auglýsingum. Jafnframt verði logo fyrirtækisins á forsíðu vefsíðu ráðstefnunnar og frítt inn á ráðstefnuna fyrir 10 manns.

Styrktaraðili
• Kostnaður styrktaraðila: 250.000 kr.
• Ávinningur styrktaraðila: Í staðinn fái styrktaraðili möguleika að vera með lítinn bás við inngang ráðstefnusalarins, logo fyrirtækis á bakhlið dagskrá og einnig á vefsíðu ráðstefnu og frítt inn á ráðstefnuna fyrir fimm manns. 

Styrktarlína
• Kostnaður styrktaraðila: 100.000 kr.
• Ávinningur styrktaraðila: Logo fyrirtækis á vefsíðu ráðstefnunnar, bakhlið ráðstefnubæklings og frítt fyrir þrjá þátttakendur. 

Auglýsing
Einnig bjóðum við upp á möguleika að vera með auglýsingu í dagskrá. Kostnaður fyrir heila síðu (A4) er 75.000 kr og 40.000 kr fyrir hálfa síðu.