Metþátttaka á Sjávarútvegsráðstefnunni 2013

Það verður hægt að skrá sig á netinu fram til klukkan 16:00 miðvikudaginn 20. nóvember. Þeir sem eru seinir fyrir eins og oft vill verða mæta snemma á ráðstefnustað Grand Hótel Reykjavík en skráning hefst þar klukkan 09:00. Nú hafa um 400 manns skráð sig og gerum við ráð fyrir um 450 manns á Sjávarútvegsráðstefnuna 2013 sem er metþátttaka.

Nemendur við sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri eru með vefsíðu þar sem fréttir verða af ráðstefnunni. Slóðin er: https://www.facebook.com/sjavarutvegsradstefnan