Sjávarútvegsráðstefnan 2010 – Hafsjór tækifæra

Sjávarútvegsráðstefnan 2010

Fyrsta sjávarútvegsráðstefnan verður haldin 6.–7. september 2010 á Grand Hótel í Reykjavík. Stefnt er að því að birta á vefnum dagskrá þar sem kemur fram heiti erinda og fyrirlesara í fyrstu viku maí. Til að tryggja að sem flestir geti sótt ráðstefnuna verða fengnir aðilar til að styrkja ráðstefnuna með það að markmiði að halda þátttökugjaldi í hófi.

Sjávarútvegsráðstefnan er fyrir alla!

Markmið sjávarútvegsráðstefnunnar er að ná saman á einum stað þversneið af greininni til að vinna að framförum og sókn. Sjávarútvegsráðstefnan er vettvangur þar sem menn hittast, styrkja sambönd og samstarf í greininni. Á ráðstefnunni er fjallað um mikilvæg viðfangsefni á sviði sjávarútvegs og vonast er að hún verði uppspretta hugmynda og hvatning til góðra verka.

Næstu ráðstefnur

Næstu sjávarútvegsráðstefnur verða framvegis haldnar í fyrstu viku marsmánaðar ár hvert. Með þessari tímasetningu verður komist hjá því að halda sjávarútvegsráðstefnuna á sama tíma án þess að hún skarist við aðra sjávarútvegstengda atburði.