Sjávarútvegsráðstefnan 2010 - Erindi kominn á vefinn

Tæplega 30 erindi voru flutt á Sjávarútvegsráðstefnunni 2010 - Hafsjór tækifæra á Grand Hótel Reykjavík dagana 6.-7. september.  Nú er hægt að sækja öll erindin á vef ráðstefnunnar undir liðnum dagskrá hér til vinstri.

Á ráðstefnun voru skráðir rúmlega 300 þátttakendur. Flestir voru ráðstefnugestir rúmlega 250 í sameiginlegum sal fyrir hádegi á mánudeginum.  Eftir hádegi var ráðstefnusalnum skipt í tvo hluta.  Mikill áhugi var á markaðstengdu efni og voru oft rúmlega 160 manns í málstofum; Markaðsmál og vöruþróun, Vörumerkið Ísland og Umhverfismerkingar.

Hér til vinstri er hægrt að skoða tólf myndir frá ráðstefnunni.

Stjórn og starfsmenn Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf. þakka fyrirlesurum, fundastjórum, styrktaraðilum og öðrum þeim sem lögðu sitt að mörkum að stuðla að velheppnaðri fyrstu ráðstefnu félagsins.  

Fyrirhugað var að halda næstu ráðstefnu í fyrstu viku mars á næsta ári. Fjöldi tilmæla hafa komið frá þátttakendum og hluthöfum félagsins um að flytja tímasetninguna fram á haust 2010. Fljótlega verður ákveðin ný tímasetning og verður hún þá strax kynnt á vef félagsins.