Sjávarútvegsráðstefnan 2014 – Heiti málstofa

Næsta Sjávarútvegsráðstefna verður haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 20.-21. nóvember 2014. Hér er um að ræða fimmtu ráðstefnu vettvangsins. Að þessu sinni eru málstofurnar tíu talsins og tekin eru fyrir margvíslega málefni. Heiti málstofa á Sjávarútvegsráðstefnunni 2014 eru eftirfarandi:

  • Íslenskur sjávarútvegur
  • Hvað er sanngjarnt auðlindagjald?
  • Eitt, tvö eða fleiri fiskveiðistjórnakerfi?
  • Sjávarútvegur og menntun
  • Eru fjárfestingartækifæri í sjávarútvegi?
  • Tækifæri til nýsköpunar í sjávarútvegi
  • Uppsjávarfiskur – Þögla byltingin
  • Vinnsla í landi eða vinnsla á sjó? 
  • Nýsköpun í kæli-  og frystitækni
  • Markaðir til framtíðar

 

Í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf. sem jafnframt er ráðstefnuráð eru: Erla Kristinsdóttir, formaður,  Bylgja Hauksdóttir, Gísli Gíslason, Guðbrandur Sigurðsson, Grímur Valdimarsson og Rannveig Björnsdóttir.