Sjávarútvegsrásðstefnan 2013 - Heiti málstofa

Nú er búið að ákveða heiti á málstofum Sjávarútvegsráðstefnunnar 2013, en hugsanlega geta orðið einhverjar breytingar á heiti þeirra þegar nær dregur. Að þessu sinni eru málstofurnar ellefu talsins og tekin eru fyrir margvíslega málefni.

 

Heiti málstofa á Sjávarútvegsráðstefnunni 2013 eru eftirfarandi:

Íslenskur sjávarútvegur – opnum ráðstefnu og yfirlitserindi

Hvernig eru helstu stofnanir sjávarútvegsins að þjóna greininni?

Sjávarlíftækni – Hvað er í hendi?

Flutningur á ferskum fiski

Hvalveiðar og ferðaþjónusta,  samkeppni eða samherjar?

Heimsframboð  samkeppnistegunda botnfiska

Uppsjávarfiskar

Umhverfis- og upprunamerki, samkeppni eða samherjar?

Eru tegundafalsanir og efnanotkun vandamál í íslenskri fiskvinnslu?

Sameiginlegt markaðsstarf

Deilistofnar = Deilustofnar?

 

Í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf. sem jafnframt er ráðstefnuráð eru: Inga Jóna Friðgeirsdóttir, formaður,  Anna Kristín Daníelsdóttir, Erla Kristinsdóttir, Gísli Gíslason, Grímur Valdimarsson og Lúðvík Börkur Jónsson