Skráning þátttakenda
Skipuleggjendur beina þeim vinsamlegu tilmælum til þeirra sem hafa hug á að taka þátt í Sjávarútvegsráðstefnunni 2010 að skrá sig í síðasta lagi föstudaginn 3. september til hagræðingar – ekki síst fyrir þátttakendurna sjálfa. Eftir föstudaginn 3. sept. hækkar skráningargjaldið úr 9000 kr. í 12.000 kr. og viðbúið er að þeir sem vilja skrá sig á Grand hóteli á mánudagsmorgni þurfi að bíða í biðröð einhverja stund á meðan verið er að útbúa barmmerki.