Stofnfundur Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf.

Stofnfundur og hluthafar

Þann 19. febrúar var haldinn stofnfundur Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf. í Verbúðinni Víkin, Sjóminjasafninu í Reykjavík. Á fundinn mættu rúmlega 45 manns. Vel hefur gegnið að skrá hluthafa og eru þeir núna tæplega 90, mest einstaklingar. Samtals eru 18 fyrirtæki og stofnanir skráð sem stofnaðilar. Aðeins 7 konur eru skráðar sem stofnaðilar, nokkuð sem þarf að bæta.

Stofnfundur og hluthafar

Þann 19. febrúar var haldinn stofnfundur Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf. í Verbúðinni Víkin, Sjóminjasafninu í Reykjavík. Á fundinn mættu rúmlega 45 manns. Vel hefur gegnið að skrá hluthafa og eru þeir núna tæplega 90, mest einstaklingar. Samtals eru 18 fyrirtæki og stofnanir skráð sem stofnaðilar. Aðeins 7 konur eru skráðar sem stofnaðilar, nokkuð sem þarf að bæta.

Sjávarútvegsráðstefnan ehf.

Félagið er ekki hagsmunasamtök einstakra hópa og vinnur ekki að hagsmunagæslu. Hlutverk félagsins er að halda árlega sjávarútvegsráðstefnu og er tilgangur hennar að:

  1. stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um sjávarútveg og
  2. vera vettvangur fyrir samskipti allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi.

Hugmyndin

Hugmyndin að sjávarútvegsráðstefnunni er að skapa samskiptavettvang allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við veiðar, eldi, frumvinnslu, framhaldsvinnslu, sölu og markaðssetningu, þjónustu og rannsóknir og þróun, einnig opinberir aðilar, kennarar og nemendur, fjölmiðlar og aðrir áhugamenn. Í dag eru ýmsar ráðstefnur og fundir innan sjávarútvegsins en þá yfirleitt tengt einstökum félögum, samtökum eða efni.

Stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf.

Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn á stofnfundinum: Guðbrandur Sigurðsson, Halldór Ármannsson, Halldór Þórarinsson, Hjörtur Gíslason, Sjöfn Sigurgísladóttir og Svavar Svavarsson. Guðbrandur er formaður stjórnar. Árlega verður skipt út þremur stjórnarmönnum.

Hér er hægt að sækja erindi sem Guðbrandur Sigurðsson flutti á stofnfundinum.