Þátttökugjald hækkar 1. ágúst

Til að fækka skráningum rétt áður en ráðstefnan hefst hækkar þátttökugjald á Sjávarútvegsráðstefnuna 2010, 6.-7. september eftir því sem nær dregur. Þeir sem skrá sig fyrir 1. ágúst greiða 6.000 kr í þátttökugjald.  Í því felst aðgangur á ráðstefnu, ráðstefnugögn og kaffiveitingar.  Þeir sem vilja fá hádegismat 6. september þurfa að panta og greiða fyrir það sérstaklega. Þátttakendur sem skrá sig á tímabilinu frá  1. ágúst til  3. september greiða 9.000 kr.  Þeir sem skrá sig eftir 3. september á þessum vef eða á ráðstefnustað greiða 12.000 kr í þátttökugjald.  Nemar greiða hálft ráðstefnugjald.  Skráið ykkur hér