• Metþátttaka á Sjávarútvegsráðstefnunni 2013

    Það verður hægt að skrá sig á netinu fram til klukkan 16:00 miðvikudaginn 20. nóvember. Þeir sem eru seinir fyrir eins og oft vill verða mæta snemma á ráðstefnustað Grand Hótel Reykjavík en skráning hefst þar klukkan 09:00.  Nemendur Háskólans á Akureyri verða með sérstaka vefsíðu og færa fréttir af ráðstefnunni.

    19. Nov - 17:40
  • Ráðstefnuhefti Sjávarútvegsráðstefnunnar 2013

    Nú er hægt að sækja ráðstefnuhefti Sjávarútvegsráðstefnunnar 2013 á vef félagsins, en ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 21.22. nóvember.  Hægt er að sækja ráðstefnuhefti HÉR

    14. Nov - 15:50
  • Dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar nóvember 2013

    Nýjasta uppfærsla dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar 2013 frá 3. nóvember.  Hægt er að ná í nýjustu útgáfu af dagskrá HÉR.

    03. Nov - 11:40
  • Dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar 2013

    Næsta Sjávarútvegsráðstefna verður haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 21.-22. nóvember. Á ráðstefnunni verða haldin 47 erindi í 11 málstofum. Dagskrá er að finna HÉR

    05. Oct - 15:57
  • Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar

     

    Ert þú með framúrstefnuhugmynd til að efla íslenskan sjávarútveg og tengdar atvinnugreinar? Sjávarútvegsráðstefnan kallar eftir framúrstefnulegum nýsköpunarhugmyndum, sem veita á viðurkenningu fyrir á næstu ráðstefnu vettvangsins þann 21.-22. nóvember á Grand hótel. Markmiðið er að hugmyndirnar séu framsæknar og frumlegar og skapi umræðugrundvöll eða nýja hugsun.

    28. Aug - 18:32