-
Þátttakendur ánægðir með Sjávarútvegsráðstefnuna 2010
Á Sjávarútvegsráðstefnuna 2010 sem haldin var 6.-7. September skráðu sig 314 manns. Í könnun kom fram ráðstefnugestir þótti ráðstefnan mjög áhugaverð í 66% tilfella. Engum þótti ráðstefnan lítt áhugaverð.
-
Sjávarútvegsráðstefnan 2010 - Erindi kominn á vefinn
Tæplega 30 erindi voru flutt á Sjávarútvegsráðstefnunni 2010 - Hafsjór tækifæra. Nú er hægt að sækja öll erindin á vef ráðstefnunnar undir liðnum dagskrá hér til vinstri.
-
Skráning þátttakenda
Skipuleggjendur beina þeim vinsamlegu tilmælum til þeirra sem hafa hug á að taka þátt í Sjávarútvegsráðstefnunni 2010 að skrá sig í síðasta lagi föstudaginn 3. september til hagræðingar – ekki síst fyrir þátttakendurna sjálfa.
-
Styrktaraðilum er þakkað þeirra framlag
Styrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2010 eru samtals 27 og er þeim öllum þakkað þeirra framlag. Aðalstyrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2010 eru HB Grandi, Landsbankinn og Icelandic group.
-
Þátttökugjald hækkar 1. ágúst
Til að fækka skráningum rétt áður en ráðstefnan hefst hækkar þátttökugjald á Sjávarútvegsráðstefnuna 2010, 6.-7. september eftir því sem nær dregur. Þeir sem skrá sig fyrir 1. ágúst greiða 6.000 kr í þátttökugjald.