-
Endanleg dagskrá
Endanleg dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar 2010 sem haldin verður 6.–7. september 2010 á Grand Hótel í Reykjavík er nú komin á netið. Nú er hægt að sækja pdf-skjal af dagskrá hér
-
Leitað eftir styrktaraðilum
Til að sem flestir áhugamenn um sjávarútveg á Íslandi geti mætt á ráðstefnuna verður ráðstefnugjaldi haldið í hófi. Gert er ráð fyrir að ráðstefnugjald greiði um helming af kostnaði og er því sótt til félaga og fyrirtækja um styrk til að endar nái saman. Við viljum bjóða upp á eftirfarandi styrktarmöguleika: -
Fyrstu drög að dagskrá
Fyrsta sjávarútvegsráðstefnan verður haldin 6.–7. september 2010 á Grand Hótel í Reykjavík. Nú er hægt að ná í pdf-skjal af
dagskrá. -
Stofnfundur Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf.
Þann 19. febrúar var haldinn stofnfundur Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf. í Verbúðinni Víkin, Sjóminjasafninu í Reykjavík. Á fundinn mættu rúmlega 45 manns. Vel hefur gegnið að skrá hluthafa og eru þeir núna tæplega 90, mest einstaklingar. Samtals eru 18 fyrirtæki og stofnanir skráð sem stofnaðilar. Aðeins 7 konur eru skráðar sem stofnaðilar, nokkuð sem þarf að bæta.
-
Sjávarútvegsráðstefnan 2010 – Hafsjór tækifæra
Fyrsta sjávarútvegsráðstefnan verður haldin 6.–7. september 2010 á Grand Hótel í Reykjavík. Stefnt er að því að birta á vefnum dagskrá þar sem kemur fram heiti erinda og fyrirlesara í fyrstu viku maí. Til að tryggja að sem flestir geti sótt ráðstefnuna verða fengnir aðilar til að styrkja ráðstefnuna með það að markmiði að halda þátttökugjaldi í hófi.